Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sunnudagur 17. september 2000 kl. 17:58

Bílveltur og ölvunarakstur í nótt

Lögreglan í Keflavík handtók tvo unglinga fyrir ölvunarakstur í nótt. Annar var handtekinn á Grindavíkurvegi og hinn í Sandgerði. Þá velti 16 ára piltur bíl bróður síns á Grindavíkurvegi laust fyrir klukkan 04. Hann slapp án meiðsla en bíllinn er ónýtur. Þá ók 18 ára unglingur á gangandi vegfaranda um klukkan 5 í nótt með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði og var fluttur á sjúkrahús. Ökumaður ók af vettvangi en fannst seinna sofandi í bíl sínum. Sjáið fleiri fréttir dagsins á http://www.visir.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024