Bílvelta við Kleifarvatn
Bílvelta varð við Kleifarvatn í vikunni. Karlmaður á fimmtugsaldri ók út af veginum við vatnið með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði í stórgrýti og skemmdist mikið að framan. Ökumaður var einn í bifreiðinni og sakaði hann ekki. Bifreiðin var óökuhæf eftir óhappið og var fengin dráttarbifreið til að fjarlægja hana.