Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílvelta við golfskálann í Leiru
Mánudagur 5. janúar 2004 kl. 10:57

Bílvelta við golfskálann í Leiru

Bílvelta varð á Garðavegi til móts við golfvöllinn í  á áttunda tímanum í morgun. Ökumaður og farþegi slösuðust minniháttar og voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var mikil hálka á veginum og missti ökumaður stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og fór heila veltu. Bifreiðin er mikið skemmd.
Mikil hálka var einnig á götum innanbæjar í Reykjanesbæ, en hitastig var við frostmark þegar morguntraffíkin hófst.

Mynd frá bílveltu við golfskálann í Leiru fyrir helgi. VF-mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024