Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílvelta og árekstrar í hálkunni
Sunnudagur 4. febrúar 2007 kl. 10:05

Bílvelta og árekstrar í hálkunni

Nokkuð var um umferðaróhöpp í gær í umdæmi Suðurnesjalögreglunnar en talsverð hálka var á vegum.
Laust fyrir kl. 14 í gærdag var tilkynt um bílveltu á Grindavíkurvegi. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti bifreiðana með dráttarbifreið.
Þá varð harðar árekstur um kvöldmatarleytið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu. Tveir voru fluttir á HSS til aðhlynningar en meiðsl voru minniháttar. Bílarnir voru báðir gjörónýtir og voru fjarlægðir með dráttarbíl.
Þá var tilkynnt um tvo árekstra til viðbótar fyrir miðnætti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024