Bílvelta í mikilli hálku á Grindavíkurvegi
Óvenju mikið hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Bíll valt í mikilli hálku á Grindavíkurvegi og voru allir sex farþegarnir sem í honum voru, fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Á Vatnsleysustrandarvegi valt önnur bifreið, einnig í mikilli hálku. Tveir voru fluttir á HSS en reyndust ómeiddir. Loks rann bifreið út af Garðvegi og endaði á hraunbungu. Þar var einnig mikil hálka.
Auk þessa var nokkuð um árekstra. En ekki urðu teljandi meiðsl á fólki en talsvert tjón á sumum ökutækjanna.