Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Bílvelta á Suðurstrandarvegi
Mánudagur 6. ágúst 2007 kl. 11:35

Bílvelta á Suðurstrandarvegi

Erlendir ferðamenn veltu bíl á Suðurstrandarvegi í hádeginu í gær. Þeir sluppu ómeiddir en bifreiðin var illa farin og var fjarlægð með dráttarbíl. Talsvert hefur borið á slíkum óhöppum í sumar þar sem malarvegir virðast oft á tíðum koma erlendum ferðamönnum í opna skjöldu.
Fimm ökumenn voru kærðir í gær fyrir hraðakstur í umdæmi Suðurnesjalögreglu. Tveir þeirra voru á rétt innan við 130 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Þá var einn ökumaður í Garði kærður fyrir að reykspóla innanbæjar.

Mynd: Suðurstrandarvegur hefur verið í ömurlegu ásigkomulagi í sumar, eins og sést á þessari mynd. Vegurinn er eins og þvottabretti og fullur af lausamöl. Þetta býður hættunni heim.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024