Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílvelta á Reykjanesbraut
Sunnudagur 1. október 2006 kl. 10:33

Bílvelta á Reykjanesbraut

Bílvelta varð á Reykjanesbraut á áttunda tímanum í gærkvöld. Lögregla og sjúkralið fór á staðinn en óhappið varð á Strandarheiði.  Ökumaðurinn var fluttur á HSS til aðhlynningar. Hann fékk að fara heim að skoðun lokinni en hann hafði sloppið með mar og skrámur.  Bifreiðin var gjörónýt eftir óhappið enda taldi vitni bifreiðina hafa farið fjórar til fimm veltur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024