Bílvelta á Reykjanesbraut
Bílvelta varð á Reykjanesbraut á Strandarheiði á mánudagsmorgun og var lögregla ásamt sjúkraliði kölluð á vettvang. Ökumaðurinn, sem hafði verið einn í bifreiðinni, var fluttur á HSS til aðhlynningar. Hann var lagður inn til eftirlits fram eftir degi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja og er það talan vera ástæðan fyrir því að hann missti stjórn á bifreiðinni.