Bílvelta á Reykjanesbraut
Bílvelta varð á Reykjanesbraut til móts við Voga um níuleytið í morgun. Ökumaður bifreiðarinnar hugðist aka fram úr öðrum bíl með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á ökutæki sínu. Bifreiðin er mikið skemmd og er talið að hún hafi farið nokkrar veltur. Ökumaður kvartaði undan eymslum í baki og skarst á höndum. Hann er ekki alvarlega meiddur, en var fluttur undir læknishendur að því er fram kemur á mbl.is.