Bílvelta á Reykjanesbraut
Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Ökumaður ók bifreið sinni út í kant á Reykjanesbraut og missti við það stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt út fyrir veg. Maðurinn slapp ómeiddur en kalla þurfti á dráttarbifreið til að fjarlægja bílinn.
Þá var bifreið bakkað út af bifreiðastæði og í veg fyrir mótorhjól. Ökumaður hjólsins féll í götuna og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og skoðunar.