Bílvelta á Hafnavegi

Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar síðastliðna helgi. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur.
Nokkur umferðaróhöpp til viðbótar voru skráð. Meðal annars var bifreið ekið inn í hlið hópferðabifreiðar þegar hinni síðarnefndu var ekið út frá biðstöð strætisvagna og inn á akrein.