Laugardagur 7. desember 2002 kl. 11:13
Bílvelta á Grindavíkurvegi
Um níu leitið í morgun var Lögreglunni í Keflavík tilkynnt um bílveltu á Grindavíkurvegi. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin er talsvert skemmd. Töluverð hálka hefur verið á Suðurnesjum í morgun. Fremur rólegt var á vakt Lögreglunnar í Keflavík í nótt.