Bílvelta á Garðskagavegi
Bílvelta varð á Garðskagavegi, á milli Garðs og Sandgerðis, um kl. átta í gærkvöld. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, kenndi sér meins í baki og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg, en þar hefur hámarkshraði verið lækkaður úr 90 km/klst niður í 50 km/klst vegna vegaframkvæmda. Viðkomandi ók á 95 km/klst.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg, en þar hefur hámarkshraði verið lækkaður úr 90 km/klst niður í 50 km/klst vegna vegaframkvæmda. Viðkomandi ók á 95 km/klst.