Bilun í prentsmiðju tefur dreifingu Víkurfrétta
Rafmagnstruflanir í gærkvöldi ollu bilun í prentsmiðju Víkurfrétta. Af þeim sökum urðu tafir á prentun sem síðan kemur niðri á dreifingu blaðsins. Víkurfréttum verður því bæði dreift í dag og á einhverjum svæðum í fyrramálið. Beðist er velvirðingar á þessum töfum á dreifingunni.
Dreifingu á Ljósanæturdagskrá Víkurfrétta á að ljúka í dag en hún var þó komin á flest heimili í Reykjanesbæ í gær.
Þeir sem vilja skoða blað dagsins hjá Víkurfréttum geta skoðað rafræna útgáfu blaðsins hér.