Fréttir

  • Bilun í norðurljósunum - reyna aftur í kvöld
  • Bilun í norðurljósunum - reyna aftur í kvöld
Fimmtudagur 29. september 2016 kl. 10:59

Bilun í norðurljósunum - reyna aftur í kvöld

Ætla má að bilun hafi orðið í norðurljósunum í gærkvöldi því virknin var langt undir væntingum. Vefsíður sem birta norðurljósaspá voru samhljóma um mikla virkni norðurljósa. Raunin var hins vegar allt önnur.

Fjölmargir voru á ferðinni seint í gærkvöldi í þeirri von að sjá norðurljós. Þau sýndu sig en voru lágstemmd.

Á Garðskaga, þar sem ljósmyndari Víkurfrétta var, voru margir samankomnir til að njóta ljósanna. Fjölmargir erlendir ferðamenn og mátti heyra norðurlandamál, þýsku og japönsku í bland við íslenskuna. Nóg var að gera hjá veitingamönnunum á svæðinu en kaffihúsið í gamla vitanum var opið langt fram á kvöld.

Víða um Suðurnes var fólk saman komið myrkrinu til að sjá norðurljós. Hópur fólks var m.a. í Höfnum og úti á Reykjanesi.

Spá um virkni norðurljósa fyrir kvöldið í kvöld er „Mikil virkni“.

Myndirnar Voru teknar á Garðskaga í gærkvöldi. ISO 1600. Ljósop 2,8 og tíminn 5 til 10 sekúndur. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson





Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024