Bilun í netkerfi hjá Reykjanesbæ
Bilun hefur komið upp í netkerfi Reykjanesbæjar sem hefur áhrif á alla skóla nema Myllubakkaskóla ásamt því hefur það áhrif á Hljómahöll, höfnina, Nesvelli og tónlistarskólann.
Bilunin er upp komin vegna bruna hjá Kapalvæðingu, byrjað er á viðgerð en ekki er vitað á þessari stundu hvað hún mun taka langan tíma. Beðist er afsökunar á röskun sem þessi bilun mun valda, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.