Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílum lagt allan daginn í skammtímastæði við Hafnargötu
Verslunareigendur vilja að skammtímastæði verði betur merkt. VF-mynd: Pket
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 13. nóvember 2020 kl. 06:37

Bílum lagt allan daginn í skammtímastæði við Hafnargötu

Samtökin Betri bær hafa sent umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar erindi þar sem óskað er eftir að bílastæði við Hafnargötu verði merkt sem skammtímastæði á meira áberandi hátt. Erindið hefur verið samþykkt og umhverfissviði bæjarins falið að útfæra tillöguna.

„Það eru merkingar á nokkrum staurum sem fólk virðist ekki taka eftir og eru lítið áberandi. Við erum ítrekað að lenda í því að bílum sé lagt jafnvel heilan dag fyrir utan verslanir okkar sem gerir okkur erfitt að taka á móti vörum og væntanlegum viðskiptavinum,“ segir í erindi Betri bæjar til bæjaryfirvalda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024