Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Biluð Beechcraft flaug yfir Keflavík
Laugardagur 19. júlí 2008 kl. 17:40

Biluð Beechcraft flaug yfir Keflavík

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl


Viðbúnaðurinn hjá slökkviliði Keflavíkurflugvallar, sem við greindum frá hér á vf.is seint í gærkvöldi, var vegna tilkynningar frá Neyðarlínu um litla flugvél, af gerðinni Beechcraft, á einum hreyfli á leið til Keflavíkurflugvallar. Um borð voru fjórir aðilar.


Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið til móts við vélina. Beechcraft vélin sem um ræðir er tveggja hreyfla. Hún var að koma frá Syðri-Sraumfirði á Grænlandi þegar annar hreyfillinn gaf sig.


Í stað þess að fara til Keflavíkur lenti vélin farsællega á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir miðnætti. Engann sakaði.



Myndir: Beechcraft-vélin á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis. Neðri myndin frá viðbúnaðinum í gærkvöldi. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25