Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 18. júní 2003 kl. 14:02

Bílstjóri grunaður um póstþjófnað

Íslandspóstur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þjófnaðar í Keflavík á verðmætasendingu á vegum Íslandspósts, en málið var tilkynnt til Lögreglunni í Keflavík fimmtudaginn 13. júní. Um er að ræða svokallaða tryggða ábyrgðarsendingu sem fór í gegnum póstútibúið í Keflavík og er einn af bílstjórum þess grunaður um verknaðinn. Stærsti hluti verðmætanna hefur þegar fundist.Yfirlýsing Íslandspósts:

„Hvarf á sendingu sem Íslandspósti var falið að koma til skila í síðustu viku hefur að mestu leyti verið upplýst. Um er að ræða svokallaða tryggða ábyrgðarsendingu sem fór í gegnum póstútibúið í Keflavík og er einn af bílstjórum þess grunaður um verknaðinn. Stærsti hluti verðmætanna hefur þegar fundist.

Um tryggðar ábyrgðarsendingar gilda sérstakar vinnureglur og nákvæm skráning flutningsferlisins auðveldaði rannsókn málsins. Í kjölfar þessa mun Íslandspóstur engu að síður yfirfara verkferla sína og herða vinnureglur enn frekar.

Íslandspósti er skv. póstlögum óheimilt að tjá sig um einstakar sendingar, innihald þeirra, viðtakendur eða sendendur. Frekari upplýsingar verða því ekki gefnar um málið á opinberum vettvangi.“

Undir yfirlýsinguna skrifar Áskell Jónsson framkvæmdastjóri Íslandspósts hf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024