Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 2. maí 2000 kl. 20:52

Bílskúrssölur í Reykjanesbæ

Kjartan Már Kjartansson (B) flutti tillögu á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar á þriðjudaginn, þess efnis að íbúar og bæjaryfirvöld myndu taka höndum saman í sumar og halda bílskúrsútsölur og bjóta notaða, nýtilega hluti til stöðu í stað þess að fleygja þeim á haugana. Tilgangurinn er að draga úr sorpmagni á svæðinu og stuðla þannig að umhverfisvernd. Tillagan var samþykkt 11-0. Í meðfylgjandi greinargerð kemur fram að slíkir bílskúrssöludagar séu vel þekkt fyrirbæri erlendis, þar sem bæjarbúar taka til í bílskúrum sínum og geymslum og bjóði ýmsa hluti til sölu á vægu verði. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og aukið nýtingu og líftíma fjölda hluta. Hver kannast ekki við að eiga notuð húsgögn, reiðhjól eða skíði sem börnin eru vaxin uppúr og enginn notar lengur? Þessir munir gætu einmitt verið það sem einhvern annan vantar sárlega“, sagði Kjartan Már.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024