Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíll valt við Ægisgötu
Sunnudagur 25. júní 2006 kl. 14:28

Bíll valt við Ægisgötu

Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu skömmu fyrir miðnætti í gær um að bíll væri á hliðinni við grjótgarðinn á Ægisgötu í Keflavík. Ekki er vitað til þess hvernig bíllinn fór á hliðina en þegar lögregluna bar að var enginn ökumaður sjáanlegur.

Vitni gáfu sig fram við lögreglu og sögðu aðila hafa gengið óslasaðan frá bifreiðinni, skömmu síðar var einn aðili handtekinn í rannsókn á málinu.

Talsverður erill var hjá lögreglunni í nótt vegna hávaða- og ölvunarútkalla, þá var einn ökumaður staðinn að akstri en sá hafði aldrei öðlast ökuréttindi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024