Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíll valt milli akbrauta á Reykjanesbraut
Þriðjudagur 13. nóvember 2012 kl. 13:59

Bíll valt milli akbrauta á Reykjanesbraut

Mikil mildi þykir, að ekki skyldi verða slys á fólki, þegar jepplingur með bílstjóra og þrjá farþega valt við Kúagerði á Reykjanesbraut í gærkvöld. Fólkið var að koma úr Bláa lóninu þegar óhappið varð. Afturendi bílsins, sem ekið var á hægri akrein, rann til og við það missti ökumaður stjórn á honum. Bíllinn fór yfir vinstri akrein og þaðan yfir hvilftina og upp á veg hinum megin, í veg fyrir umferð sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaðurinn sá bifreið koma á móti sér og reyndi að beygja aftur til baka með þeim afleiðingum að bifreiðin valt á hliðina. Ökumaður bifreiðarinnar sem kom úr gagnstæðri átt, náði að hægja ferðina og beygja út á vegöxl til að koma í veg fyrir árekstur.

Nokkur atvik af svipuðu tagi hafa orðið á þessum vegarkafla á undanförnum árum, en á honum eru engin vegrið milli akbrauta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024