Bíll skemmdur við Sólvallargötu
Síðdegis í gær var ökumaður bifreiðar fyrir því að spýtu var kastað í hægri hlið bifreið hans er hann ók Sólvallargötu í Reykjanesbæ til móts við Myllubakkaskóla. Ekki er vitað hver þarna var að verki en sá hefur verið staðsettur í skrúðgarðinum. Ef vitni eru að atburðinum eru þau beðin að snúa sér til lögreglu.