Laugardagur 7. maí 2005 kl. 20:21
Bíll rann á gamalt hús
Töluverðar skemmdir urðu er mannlaus bíll rann úr stæði á Vesturbraut í Keflavík rétt fyrir hádegi í dag og á gamalt timburhús sem fyrir honum varð. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík rann bíllinn um fimmtíu metra áður en hann skall á húsinu og sér töluvert bæði á bílnum og húsinu.