Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíll og létt bifhjól í árekstri
Mánudagur 28. nóvember 2016 kl. 11:34

Bíll og létt bifhjól í árekstri

Árekstur varð milli létts bifhjóls og bíls í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum í morgun. Bílnum var ekið út af bílastæði og í veg fyrir bifhjólið. Ökumaður þess kenndi eymsla eftir óhappið og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.

Dagana um og fyrir helgi urðu fleiri óhöpp í umferðinni. Ökumaður missti stjórn bíl sínum á Byggðavegi og hafnaði á bíl sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður síðarnefnda bílsins reyndi að forða árekstrinum með því að aka út af veginum en náði því ekki. Engin slys urðu á fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut þar sem bíl var ekið aftan á annan með þeim afleiðingum að hann lenti á þriðja bílnum sem var fyrir framan. Ökumennirnir sluppu allir ómeiddir en einn bíllinn var óökufær eftir óhappið.