Bíll inn í garð við Hringbraut
Árekstur varð á mótum Hringbrautar og Aðalgötu fyrir stundu þar sem tvær bifreiðir rákust saman og hafnaði önnur þeirra inn í Garði þar sem hún endaði á húsvegg. Talið er að bifreiðinni sem endaði inn í garðinum hafi farið yfir gatnamótin á móti rauðu ljósi og ekið í veg fyrir hina bifreiðina. Lítilsháttar meiðsl urðu á ökumönnum bifreiðanna, en þeir voru einir í bifreiðunum. Að sögn lögreglumanna á vettvangi hefur það gerst nokkrum sinnum að bifreiðar endi í þessum húsgarði, en í vor endaði bifreið síðast inn í garðinum.
VF-ljósmynd/JKK.