Bíll brann á Ströndinni
Bifreið brann á Vatnsleysuströnd í morgun.Ökumaðurinn var á ferð um ströndina á leið til Voga þegar hann varð var við ógang í bílnum. Bíllinn drap loks á sér og gaus þá upp mikill eldur undan vélarhlíf. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til og slökkti það eldinn í bílnum sem er mikið skemmdur