Bilið milli leikskóla og grunnskóla brúað
Tveir leikskólar í Reykjanesbæ, Heiðarsel og Gimli, hafa í nokkurn tíma verið með verkefni fyrir elstu börnin til að gera þau betur undirbúin fyrir grunnskóla. Leikskólarnir notast ekki alveg við sömu aðferðirnar en markmiðin eru þau sömu, það er að brúa bilið milli grunnskóla og leikskóla.„Elstu barna verkefnin” á Heiðarseli hefjast að hausti og eru fjórum sinnum í viku á vinnustundartíma. „Það sem við vinnum með er málörvun, lífsleikni, einingakubba og vettvangsferðir”, segir Ólöf Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Heiðarseli. Með lífsleikni er átt við hæfni til að takast á við lífið sjálft, og má segja að leikskólanámið sé í raun samfellt lífsleikninám, til að öðlast lífsleikni þarf barnið að læra umburðarlyndi í samskiptum sínum við aðra, læra að bera virðingu fyrir ólíku atgervi, skoðunum og menningu. Markmið með lífsleikni er að börnin geti þekkt tilfinningar sínar (ánægja, skemmtun, hræðsla, sorg og reiði). Að börnin læri að takast á við tilfinningar annarra og læra að takast á við tilfinningar sínar á jákvæðan hátt.
Einingakubbar eru trékubbar hannaðir af Caroline Pratt með því markmiði að veita börnum ánægju og gefa þeim marga möguleika til sköpunar. Kubbarnir eru allir miðaðir út frá svokölluðum einingakubb og eru mismunandi stærðarhlutföll af honum. Hönnun kubbanna er þannig að þeir bjóða upp á óendanlega marga möguleika.
Námsefni og námssvið einingakubbanna er: Efnisheimurinn sem við búum í, stærðfræði; mælingar, tölur, mynstur og lögun, efling félagsþroska, þrautalausnir, efling fagurskyns og þykjustuleikir.
Í málrækt er lagður grunnur að lestrarnámi, lesátt- efsta og neðsta lína. Þar fer fram efling málvitundar, aukinn orðaforði og málskilningur, þau læra að hlusta- kynnast vísum og sögum. Með sögulestrinum er í raun verið að leggja grunn að lestrarnámi, þau læra heilmikið um lestur bóka og prentað mál. Markmið með sögulestri er að þau njóti efnisins, einbeiti sér að því og lifi sig inni í það en það er innihald sögunnar sem skiptir máli ekki formið. Þau læra smám saman að sögur hafa upphaf, miðju og niðurlag. Börnin vilja gjarnan heyra söguna aftur og aftur, en endurtekningin leiðir jafnframt til þess að söguþráðurinn orð og orðasambönd lærast. Inn í þessa þætti fléttast svo myndlist, hreyfing, leikræn tjáning og fleiri þættir sem tilheyra leikskólastarfinu. Ólöf segir að verkefnið hafi gengið mjög vel og að börnin séu áhugasöm og fróðleiksfús. Foreldrar barnanna eru ánægðir með aðferðirnar sem notast er við og mættu til að mynda mjög vel á kynningarfund sem haldinn var í haust á verkefnum elstu barnanna.
“Í foreldraviðtölum hefur komið fram að foreldrar eru ánægðir og við erum auðvitað mjög stolt af því. Við teljum börnin betur undirbúin fyrir skólagöngu nú en áður enda verið að vinna markvissara og meira lagt inn. Áður var skólatími aðeins einu sinni í viku”. Á Heiðarseli voru krakkarnir með sýningu á vinnu sinni á vorönn í síðustu viku og fóru svo í útskriftarferð sl. þriðjudag og voru það lokin á þessum verkefnum sem þau hafa unnið í vetur. „Í maí erum við með hreyfimánuð þar sem unnið er með hreyfingu og farið í vettvangsferðir og gönguferðir. Síðan verður útival sem er 2x í viku þá velja börnin sér leiksvæði úti þar sem eitthvað visst er í boði t.d kríta, smíða, fjársjóðsleit, blása sápukúlur, garðyrkjukrók og fl.”.
Leikskólinn Gimli hefur notast við þróunarverkefni frá leikskólum Garðabæjar sem var unnið upp úr bókinni Markviss málörvun eftir Sigrúnu Löve, Helgu Friðfinnsdóttur og Þorbjörgu Þóroddsdóttur. „Verkefnið gengur vel og með þessu verkefni er lögð áhersla á að auka málskilning og orðaforða og að örva skýran framburð, að undirbúa börnin fyrir lestrarnám, að vinna forvarnarstarf gegn lestrarörðuleikum, unnið er með hlustunarleiki og rímleiki, setningar og orð, samstöður o.fl. og reynt að efla gleði, að allir séu virkir, fari eftir fyrirmælum, einstaklingurinn er styrktur og hópvitund efld. Í leiknum læra börnin að taka tillit til hvors annars, fara eftir reglum og virða það sem aðrir gera”, segir Guðrún Sigurðardóttir á Gimli.
Hún segir að frá því í september hittist allur hópurinn saman einu sinni í viku og fari í verkefni til að brúa bilið milli leikskóla og grunnskóla. Fjórum sinnum í viku hittast svo elstu börnin á hverri deild og vinna að þessu verkefni. „Hópurinn fer í heimsóknir í grunnskólana en okkar heimaskóli er Njarðvíkurskóli. Mjög góð tengsl eru við þann skóla og hafa kennarar verið í góðum samskiptum við okkur s.s. með reglulegum fundum og heimsóknum beggja skólastiga”. Guðrún segir að foreldrar barnanna séu mjög ánægðir með verkefnið. Almenn ánægja er með þau góðu tengsl við grunnskólana og hve vel börnunum gengur. Hún segir einnig að börnin séu tvímælalaust betur undirbúin fyrir grunnsólana, heimsóknir í grunnskólana auka öryggiskennd og að kunna að vera í stórum hópi.
Starfið á Gimli heldur áfram sinn vanagang í sumar að sögn Guðrúnar en bætir því við að auðvitað færist það meira út í vettvangsferðir, klettaklifur o.fl í þeim dúr. Hópurinn hittist áfram í sumar.
Einingakubbar eru trékubbar hannaðir af Caroline Pratt með því markmiði að veita börnum ánægju og gefa þeim marga möguleika til sköpunar. Kubbarnir eru allir miðaðir út frá svokölluðum einingakubb og eru mismunandi stærðarhlutföll af honum. Hönnun kubbanna er þannig að þeir bjóða upp á óendanlega marga möguleika.
Námsefni og námssvið einingakubbanna er: Efnisheimurinn sem við búum í, stærðfræði; mælingar, tölur, mynstur og lögun, efling félagsþroska, þrautalausnir, efling fagurskyns og þykjustuleikir.
Í málrækt er lagður grunnur að lestrarnámi, lesátt- efsta og neðsta lína. Þar fer fram efling málvitundar, aukinn orðaforði og málskilningur, þau læra að hlusta- kynnast vísum og sögum. Með sögulestrinum er í raun verið að leggja grunn að lestrarnámi, þau læra heilmikið um lestur bóka og prentað mál. Markmið með sögulestri er að þau njóti efnisins, einbeiti sér að því og lifi sig inni í það en það er innihald sögunnar sem skiptir máli ekki formið. Þau læra smám saman að sögur hafa upphaf, miðju og niðurlag. Börnin vilja gjarnan heyra söguna aftur og aftur, en endurtekningin leiðir jafnframt til þess að söguþráðurinn orð og orðasambönd lærast. Inn í þessa þætti fléttast svo myndlist, hreyfing, leikræn tjáning og fleiri þættir sem tilheyra leikskólastarfinu. Ólöf segir að verkefnið hafi gengið mjög vel og að börnin séu áhugasöm og fróðleiksfús. Foreldrar barnanna eru ánægðir með aðferðirnar sem notast er við og mættu til að mynda mjög vel á kynningarfund sem haldinn var í haust á verkefnum elstu barnanna.
“Í foreldraviðtölum hefur komið fram að foreldrar eru ánægðir og við erum auðvitað mjög stolt af því. Við teljum börnin betur undirbúin fyrir skólagöngu nú en áður enda verið að vinna markvissara og meira lagt inn. Áður var skólatími aðeins einu sinni í viku”. Á Heiðarseli voru krakkarnir með sýningu á vinnu sinni á vorönn í síðustu viku og fóru svo í útskriftarferð sl. þriðjudag og voru það lokin á þessum verkefnum sem þau hafa unnið í vetur. „Í maí erum við með hreyfimánuð þar sem unnið er með hreyfingu og farið í vettvangsferðir og gönguferðir. Síðan verður útival sem er 2x í viku þá velja börnin sér leiksvæði úti þar sem eitthvað visst er í boði t.d kríta, smíða, fjársjóðsleit, blása sápukúlur, garðyrkjukrók og fl.”.
Leikskólinn Gimli hefur notast við þróunarverkefni frá leikskólum Garðabæjar sem var unnið upp úr bókinni Markviss málörvun eftir Sigrúnu Löve, Helgu Friðfinnsdóttur og Þorbjörgu Þóroddsdóttur. „Verkefnið gengur vel og með þessu verkefni er lögð áhersla á að auka málskilning og orðaforða og að örva skýran framburð, að undirbúa börnin fyrir lestrarnám, að vinna forvarnarstarf gegn lestrarörðuleikum, unnið er með hlustunarleiki og rímleiki, setningar og orð, samstöður o.fl. og reynt að efla gleði, að allir séu virkir, fari eftir fyrirmælum, einstaklingurinn er styrktur og hópvitund efld. Í leiknum læra börnin að taka tillit til hvors annars, fara eftir reglum og virða það sem aðrir gera”, segir Guðrún Sigurðardóttir á Gimli.
Hún segir að frá því í september hittist allur hópurinn saman einu sinni í viku og fari í verkefni til að brúa bilið milli leikskóla og grunnskóla. Fjórum sinnum í viku hittast svo elstu börnin á hverri deild og vinna að þessu verkefni. „Hópurinn fer í heimsóknir í grunnskólana en okkar heimaskóli er Njarðvíkurskóli. Mjög góð tengsl eru við þann skóla og hafa kennarar verið í góðum samskiptum við okkur s.s. með reglulegum fundum og heimsóknum beggja skólastiga”. Guðrún segir að foreldrar barnanna séu mjög ánægðir með verkefnið. Almenn ánægja er með þau góðu tengsl við grunnskólana og hve vel börnunum gengur. Hún segir einnig að börnin séu tvímælalaust betur undirbúin fyrir grunnsólana, heimsóknir í grunnskólana auka öryggiskennd og að kunna að vera í stórum hópi.
Starfið á Gimli heldur áfram sinn vanagang í sumar að sögn Guðrúnar en bætir því við að auðvitað færist það meira út í vettvangsferðir, klettaklifur o.fl í þeim dúr. Hópurinn hittist áfram í sumar.