Bílflak tvö ár í Sandvík
Þetta bílflak hefur samkvæmt heimildum Víkurfrétta verið í Sandvík á Reykjanesi í tvö ár. Sandvík er vinsælt útivistarsvæði og því er þetta flak þyrnir í augum þeirra sem fara um svæðið. Tryggur lesandi Víkurfrétta sendi okkur þessa mynd með hvatningu um að bílflakið verði fjarlægt af svæðinu. Hvatningunni er hér með komið á framfæri.