Bílflak brennt í Garðinum
Tilkynnt var um eld í bifreið í Garðinum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Um var að ræða bílflak sem trúlega hafði verið kveikt í að því er fram kemur hjá lögreglu. Brunavarnir Suðurnesja slökktu í bílflakinu, en þetta er eitt af fjölmörgum slíkum tilvikum á síðustu dögum.
Þá varð eitt minniháttar umferðaróhapp í gær og einn ökumaður var stöðvaður við akstur í gærkvöldi þar sem hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum.
VF-mynd/Þorgils: Þessi bíll var brennuvörgum að bráð í síðustu viku. Allnokkur slík tilvik hafa komið upp að undanförnu.
Þá varð eitt minniháttar umferðaróhapp í gær og einn ökumaður var stöðvaður við akstur í gærkvöldi þar sem hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum.
VF-mynd/Þorgils: Þessi bíll var brennuvörgum að bráð í síðustu viku. Allnokkur slík tilvik hafa komið upp að undanförnu.