Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílastæðavandmál við Reykjaneshöll
Laugardagur 16. febrúar 2008 kl. 12:13

Bílastæðavandmál við Reykjaneshöll

Mikið bílastæðavandamál er farið að segja til sín við Reykjaneshöllina og Íþróttaakademíuna. Í morgun mátti sjá gríðarlegan fjölda bíla fylla öll bílastæði og nærliggjandi götur. Bílum var lagt upp á gangstéttar og grasbala allt í kring. 
Í morgun fór fram knattspyrnumót yngri flokka í Reykjaneshöll á sama tíma og Stubbaakademínan, íþróttaskóli fyrir ung börn, fór fram í Íþróttaakademíunni.

Umrætt bílastæðavandamál hefur verið uppi síðustu þrjár helgar og er því ekki óalgengt þegar um fjölsótta atburði er að ræða.
Það er því orðið nokkuð aðkallandi að fjölga bílastæðum við höllina.


Myndir/elg - Svona var ástandið við Reykjaneshöllina og Íþróttaakademíuna í morgun.






Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024