Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílalest frá sérsveitinni á leið til Suðurnesja
Mánudagur 31. mars 2008 kl. 17:13

Bílalest frá sérsveitinni á leið til Suðurnesja

Bílalest frá sérsveit Ríkislögreglustjóra sást fyrr í dag á leið til Suðurnesja. Héldu margir að í uppsiglingu væri stór og mikil lögregluaðgerð á Suðurnesjum, enda er hluta af erlendri glæpaklíku enn leitað á Suðurnesjum. Er rétt vika síðan sérsveitarmenn voru hér síðast á ferðinni og fóru hús úr húsi í leit sinni að glæpamönum, sem beittu öxum, gaddakylfum og járnrörum á fórnarlömb sín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðgerð sérsveitarinnar í dag var hins vegar í þeim tilgangi að stunda æfingar með nemendum úr Lögregluskólanum. Áfangastaðurinn var Keflavíkurflugvöllur. Bílalestin samanstóð af þremur stórum lögreglubílum og tveimur fólksbílum.