Bílaleigu- og bifreiðastæði ofan Reykjanesbæjar
Undanfarnar vikur hafa aðilar í samgöngum og ferðaþjónustu átt óformlega fundi þar sem hugsanlegt þjónustusvæði fyrir bílaleigu- og langtíma bílastæði ofan byggðarinnar í Reykjanesbæ hefur verið til skoðunar. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns Umhverfis- og skipulagssviðs hefur vaknað skemmtileg framtíðarhugmynd um þjónustusvæði í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í framhaldi af óformlegum fyrirspurnum bílaleiga um lóð í Reykjanesbæ. Í dag hittust svo forsvarsmenn allra helstu bílaleiga landsins ásamt Steinþóri á fundi þar sem farið var yfir fyrstu drög af hugmyndinni frekar, en umræður um málið hafa þegar staðið í nokkrar vikur. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins er fullur áhugi var hjá forsvarsmönnun þessara stóru bílaleiga að kanna þessa kosti til hlítar og er vinna að þarfagreiningu fyrirtækjanna þegar í gangi.
Samkvæmt gögnum sem Víkurfréttir hafa undir höndum gerir tillagan ráð fyrir sameiginlegri afgreiðslu allra helstu bílaleiga landsins við stórt bílastæði sem rúmað getur þúsundir bíla til framtíðar litið. Styrkleiki svæðisins, sem er ofan Iðavalla milli Aðalgötu og Flugvallavegar, er góð tenging við Reykjanesbraut þegar ekið er til eða frá Leifsstöð. Þá er svæðið hugsað sem vaktað bílastæði fyrir fjölda flugfarþega, auk þess sem þarna muni bílaleigurnar afgreiða alla bíla til viðskiptavina sinna. Frá svæðinu verða síðan stöðugar ferðir til og frá Leifsstöð en þessi leið hefur verið farin á mörgum stórum flugvöllum erlendis til að bæta þjónustu við viðskiptavini. Mikil áhersla er lögð á að þjónustan yrði bæði hagkvæmari og skilvirkari fyrir viðskiptavininn en nú er, en afgreiðslupláss bílaleiga í Leifsstöð er í dag mjög takmarkað á álagstímum. Þá eru bílastæði fyrir bílaleigur og langtímabílastæði mjög fjarri inngangi Leifsstöðvar. Viðskiptavinir þurfa oftar en ekki að ganga nokkur hundruð metra til að nálgast bifreiðar sínar í stað þess að verða keyrðir stuttan spöl að bílum sínum.
Á fundi Flugstöðvarinnar sem haldinn var á Nordica hóteli síðasta fimmtudag kom fram í þeirra áætlunum að farþegafjöldi um Leifsstöð myndi tvöfaldast þegar á næstu 7-8 árum og er umræða um rými við flugstöðina til framtíðar því mjög nauðsynleg. Að sögn Steinþórs er ljóst að framtíðaráform Flugstöðvarinnar muni þrengja mjög að bílastæðum og lausn með bílastæðahúsi yrði mjög kostnaðarsöm sérstaklega þegar horft er til þess að gott landrými sem anna myndi þessari þjónustu til framtíðar er til staðar í hæfilegri fjarlægð. Vegna þessa telur hann þetta verkefni geta orðið samstarfsverkefni með Flugstöðinni enda verið að leysa mörg vandamál til framtíðar litið. „Þetta er stór hugmynd sem kallar á góða undirbúningsvinnu en talsverð atvinnutækifæri munu skapast verði þetta svæði í Reykjanesbæ að veruleika,” segir Steinþór. “en frekari nýting svæðisins er þegar til skoðunar. Ljóst er að ef jákvæð viðbrögð og okkar vinna leiðir til frekari árangurs m.a. með formlegri umsókn munu bæjaryfirvöld leggja metnað sinn í að afgreiða málið fljótt og örugglega enda verið okkur mikið kappsmál að tengjast þjónustu við þessar hundruðu þúsundir ferðamanna sem í dag aka hér framhjá.”
Samkvæmt gögnum sem Víkurfréttir hafa undir höndum gerir tillagan ráð fyrir sameiginlegri afgreiðslu allra helstu bílaleiga landsins við stórt bílastæði sem rúmað getur þúsundir bíla til framtíðar litið. Styrkleiki svæðisins, sem er ofan Iðavalla milli Aðalgötu og Flugvallavegar, er góð tenging við Reykjanesbraut þegar ekið er til eða frá Leifsstöð. Þá er svæðið hugsað sem vaktað bílastæði fyrir fjölda flugfarþega, auk þess sem þarna muni bílaleigurnar afgreiða alla bíla til viðskiptavina sinna. Frá svæðinu verða síðan stöðugar ferðir til og frá Leifsstöð en þessi leið hefur verið farin á mörgum stórum flugvöllum erlendis til að bæta þjónustu við viðskiptavini. Mikil áhersla er lögð á að þjónustan yrði bæði hagkvæmari og skilvirkari fyrir viðskiptavininn en nú er, en afgreiðslupláss bílaleiga í Leifsstöð er í dag mjög takmarkað á álagstímum. Þá eru bílastæði fyrir bílaleigur og langtímabílastæði mjög fjarri inngangi Leifsstöðvar. Viðskiptavinir þurfa oftar en ekki að ganga nokkur hundruð metra til að nálgast bifreiðar sínar í stað þess að verða keyrðir stuttan spöl að bílum sínum.
Á fundi Flugstöðvarinnar sem haldinn var á Nordica hóteli síðasta fimmtudag kom fram í þeirra áætlunum að farþegafjöldi um Leifsstöð myndi tvöfaldast þegar á næstu 7-8 árum og er umræða um rými við flugstöðina til framtíðar því mjög nauðsynleg. Að sögn Steinþórs er ljóst að framtíðaráform Flugstöðvarinnar muni þrengja mjög að bílastæðum og lausn með bílastæðahúsi yrði mjög kostnaðarsöm sérstaklega þegar horft er til þess að gott landrými sem anna myndi þessari þjónustu til framtíðar er til staðar í hæfilegri fjarlægð. Vegna þessa telur hann þetta verkefni geta orðið samstarfsverkefni með Flugstöðinni enda verið að leysa mörg vandamál til framtíðar litið. „Þetta er stór hugmynd sem kallar á góða undirbúningsvinnu en talsverð atvinnutækifæri munu skapast verði þetta svæði í Reykjanesbæ að veruleika,” segir Steinþór. “en frekari nýting svæðisins er þegar til skoðunar. Ljóst er að ef jákvæð viðbrögð og okkar vinna leiðir til frekari árangurs m.a. með formlegri umsókn munu bæjaryfirvöld leggja metnað sinn í að afgreiða málið fljótt og örugglega enda verið okkur mikið kappsmál að tengjast þjónustu við þessar hundruðu þúsundir ferðamanna sem í dag aka hér framhjá.”