Bílahornið hjá Sissa og Nesdekk opna í nýju húsnæði
Nú undir helgi opnar Bílahornið hjá Sissa og Nesdekk ný og glæsileg húsakynni á Fitjum. Auk bílasölunnar verður opnað nýtt þjónustuverkstæði sem býður upp á almennar viðgerðir og dekkjaþjónustu.
Bílahornið selur bíla frá Bílabúð Benna af m.a. af gerðinni Chervolet sem hefur selst vel hér á Suðurnesjum. Jafnframt hefur fyrirtækið lagt áherslu sölu notaðra bíla og með nýja sýningarsanum verður í fyrsta skipti boðið upp á sýningaraðstöðu innandyra fyrir notaða bíla.
Sjá nánar í næstu Víkurfréttum.
----
VFmynd/elg - Sigurvin Jón Kristjánsson (Sissi) og Benedikt Eyjólfsson ( Benni) ásamt stafsmönnum í nýja húsnæðinu á Fitjum og þjónustustjóra Nesdekks, Ólafi Eyjólfssyni.