Bílabíó í Keflavík á föstudagskvöld - Með allt á hreinu
Föstudagskvöldið 28. maí verður Bílabíó á bílaplaninu neðan við verslunina Kóda á Hafnargötu klukkan 21:00. Þar verður Suðurnesjamönnum boðið frítt á sýningu myndarinnar „Með allt á hreinu“ sem ætti að vera mörgum tónlistaráhugamanninum hugleikin.
Með allt á hreinu er löngu orðin sígild mynd í hugum Íslendinga og alltaf gaman að sjá myndina aftur. Það eru frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem bjóða Suðurnesjamönnum upp á frítt bílabíó og eru allir hvattir til að mæta á sínum einkabílum. Myndin verður sýnd á led-skjá svo birta hefur engin áhrif á myndgæðin og síðan er hljóð myndarinnar sent út á FM tíðni og hlusta bíógestir á tal og tónlist myndarinnar hver í sínum bíl.
Allir hjartanlega velkomnir.
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.