Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílaapótekið opnað við Aðaltorg á föstudaginn
Fimmtudagur 16. febrúar 2023 kl. 08:45

Bílaapótekið opnað við Aðaltorg á föstudaginn

Apóteki Suðurnesja var lokað kl. 19 á miðvikudagskvöld og mun síðan opna á ný undir nafn Lyfjavals (Apótek Suðurnesja) á Aðaltorgi á morgun, föstudaginn 17. febrúar, kl. 9. Um er að ræða bílaapótek með fjórum bílalúgum sem verða opnar alla daga frá 9 til 21. Opið verður inn í apótekið frá 9 til 18 alla daga.

,,Þetta er mjög spennandi og við hlökkum mikið til,“ segir Tanja Vaselinovic, sem verið hefur lyfsöluleyfishafi í Apóteki Suðurnesja undanfarin ellefu ár. Hún segir gaman að geta boðið upp á lengri opnunartíma og nýtt og glæsilegt apótek á þessum mjög svo spennandi stað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Við munum kappkosta að veita sem allra besta þjónustu hér eftir sem hingað til. Við erum með framúrskarandi starfsfólk á ólíkum aldri sem vill þjónusta gamla og nýja viskiptavini sem allra best. Bílalúgurnar eru þægilegar fyrir alla, ekki síst þá sem eiga erfitt með gang, eru með börn í bílnum eða fyrir þá sem vilja bara sitja í hlýjunni meðan við afgreiðum lyf eða aðrar vörur,“ segir Tanja.

Tanja segir Aðaltorg vera mjög spennandi kost fyrir apótekið, ekki síst í ljósi þess mikla fjölda sem fer um þetta svæði á hverjum degi, svo ekki sé talað um að heilsugæsla verði opnuð nánast á bílaplaninu innan einhverra mánaða.

,,Það verður vissulega skrítið að flytja af Hringbrautinni en vonandi fylgja gömlu góðu viðskiptavinirnir okkur bara á nýjan stað, auk þess sem nýir munu bætast í hópinn,“ segir Tanja og minnir á heimasíðuna, lyfjaval.is, þar sem hægt er að panta lyfin og sækja þau svo í lúguna.