Bíl stolið utan við Festi í Grindavík
Ljósgrárri Volkswagen Golf bifreið, árgerð 1995 var stolið fyrir utan félagsheimilið Festi í Grindavík á sunnudagskvöld. Númer bílsins er TT 746 og eru þeir sem hafa verið bílsins varir eða geta gefið frekari vísbendingar vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1700.