Bíl stolið og velt
Vegfarandi tilkynnti lögreglunni í Keflavík um bifreið sem hafði oltið við hringtorgið í grennd við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tilkynningin barst skömmu eftir miðnætti á aðfaranótt laugardags. Bifreiðin var mannlaus og þegar betur var að gáð kom í ljós að bílnum hafði verið stolið við Heiðarholt í Keflavík. Hann var mikið skemmdur eftir veltuna en málið er nú í rannsókn.