Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíl ekið á ljósastaur og annar lendir út í móa
Þriðjudagur 30. júlí 2002 kl. 15:28

Bíl ekið á ljósastaur og annar lendir út í móa

Tvö umferðarslys urðu í dag á Suðurnesjum þar sem einni bifreið var ekið á ljósastaur og önnur lenti út í móa. Samkvæmt lögreglunni í Keflavík varð rákust tveir bílar saman á Reykjanesbraut við Stapa í kjölfar fram úr aksturs með þeim afleiðingum að annar bíllinn lenti á ljósastaur og skemmdist töluvert. Engin alvarleg meiðsli urðu á fólki en annar ökumaðurinn hruflaðist örlítið í andliti en vildi ekki þiggja hjálp sjúkraflutningarmanna. Ágreiningur var milli ökumannanna um tildrög slyssins og hver hefði ekið utan í hvern.

Þá var bíl ekið út í móa rétt fyrir hádegi af réttindalausum ökumanni. Ökumaðurinn, sem er 16 ára, var á bíl kunningja síns og skemmdist hann töluvert. Vinur ökumannsins sagðist ekki hafa vitað til þess að hann væri of ungur til að keyra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024