Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bikarhetjur hylltar við heimkomu
Laugardagur 2. október 2004 kl. 20:52

Bikarhetjur hylltar við heimkomu

Bikarmeisturum Keflavíkur var vel fagnað við heimkomuna þar sem mörg hundruð manns hylltu hetjurnar við Sparisjóð Keflavíkur.

 

Kveikt var á rauðum blysum og flugeldum skotið á loft auk þess sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri, flutti þeim hátíðarræðu og óskaði þeim og bæjarbúum öllum til hamingju með sigurinn.

 

Hátíðarhöldum er alls ekki lokið þar sem fagnað verður fram á rauða nótt, en kapparnir fara líka margir á lokahóf KSÍ, þar sem Suðurnesjamennirnir Grétar Hjartarson og Þórarinn Kristjánsson fá afhenta Silfur- og Bronsskó KSÍ fyrir afrek sín í sumar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024