Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Biggest Loser Ísland 2 á Ásbrú?
    Þáttaröðin Biggest Loser Ísland var öll tekin upp á Ásbrú og víðar á Suðurnesjum. Úrslitaþátturinn var svo í beinni útsendingu frá Andrews menningarhúsinu á Ásbrú, þar sem þessar myndir voru teknar.
  • Biggest Loser Ísland 2 á Ásbrú?
Mánudagur 2. júní 2014 kl. 10:53

Biggest Loser Ísland 2 á Ásbrú?

– Samstarf og aðbúnaður til fyrirmyndar

Stefnt er að því að taka upp þáttaröðina Biggest Loser Ísland 2 á sama stað og fyrri þáttaröðin var tekin upp á Ásbrú. Gríðarlegur fjöldi umsókna hefur þegar borist. Þórhallur Gunnarsson, framleiðslustjóri Saga Film, segir mikinn áhuga á því að vera þar áfram.

Stuttar vegalengdir
„Allt samstarf við Suðurnesjafólk við undirbúning og gerð þáttanna var til fyrirmyndar. Allir stóðu mjög vel með okkur í þessu verkefni, vel var staðið að öllu og nánast allt stóðst.“ Ýmsir aðrir staðir hafi komið til greina en þegar farið var í samræður við Reykjanesbæ og Kadeco um Ásbrú voru aðstæður skoðaðar. „Við sáum fljótt að svæðið og aðbúnaður hentuðu mjög vel. Bæði heilsuhótelið og öll sú aðstaða sem er þar í boði. Við veltum líka fyrir okkur salnum þar sem við ætluðum að hafa æfingstöðina sem við vildum hafa nálægt og enduðum í Officeraklúbbnum þar sem Reebok setti með okkur upp æfingastöð. Þarna gátum við líka verið með vigtunarsalinn,“ segir Þórhallur. Einnig hafi komið sér vel stuttar vegalengdir fyrir keppendur frá heilsuhótelinu.

Gæti orðið öflugt heilsusvæði
Helstu kosti við svæðið segir Þórhallur vera hversu stutt sé í fallega staði sem hægt hafi verið að fara með keppendur á og gera með þeim þrautir. „Vitarnir á svæðinu eru dæmi um það og svo gátum við í raun nýtt okkur náttúruna á svæðinu. Það hentaði okkur því allt saman gríðarlega vel,“ segir Þórhallur og bætir við að Ásbrúarsvæðið sé gríðarlega áhugavert svæði. „Við kynntumst einnig hversu margt er í gangi þarna, t.d. í tengslum við nám og slíkt. Maður hefur á tilfinningunni að þetta gæti orðið öflugt heilsusvæði, ekki síst byggingarnar sem eru þarna fyrir. Það er ákveðin einangrun fyrr fólk að fara inn á svæðið og dvelja þar í friði í náttúrufegurðinni sem þarna er,“ segir Þórhallur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024