Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bifreiðin lét ófriðlega þegar náttúran kallaði
Þriðjudagur 12. mars 2013 kl. 10:47

Bifreiðin lét ófriðlega þegar náttúran kallaði

Útköll lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina voru af ýmsum toga og sum hver heldur óvenjuleg. Til dæmis var tilkynnt um að par væri að þjóna náttúru sinni í grárri fólksbifreið á bifreiðaplani við fótboltavöllinn í Njarðvík. Athygli hafði vakið að bílinn lét ófriðlega á planinu.

Tilkynnandi sagði fullt af börnum þarna í kring og væri þessi háttsemi parsins hreint ekki við hæfi á þessum stað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar lögregla kom á vettvang nokkru síðar, þar eð önnur verkefni höfðu verið í forgangi, var parið á bak og burt.