Laugardagur 19. október 2002 kl. 12:52
Bifreiðin komin í leitirnar
Hvít Ford sendibifreið sem stolið var af bílastæði við Nýja Bakaríið á Hafnargötun sl. þriðjudagsmorgun er komin í leitirnar. Lögreglan í Keflavík fann bifreiðina í morgunsárið og var hún óskemmd. Bílþjófarnir hafa ekki enn fundist, en málið er í rannsókn Lögreglunnar í Keflavík.