Bifreið ýtt fram af Krísuvíkurbjargi
Ferðamaður á leið um Krísuvíkurbjarg tilkynnti til lögreglu að bifreið væri í grýttri fjörunni undir Krísuvíkurbjargi í dag. Lögreglan í Keflavík hafði samband við björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík sem fór á báti á vettvang. Þá kom í ljós að um var að ræða óskráða bifreið og því ljóst að henni hafði ekki verið ekið fram af bjarginu.Einhver hefur því lagt á sig þá fyrirhöfn að fara með bílflakið á þessar slóðir og ýta því fram af bjarginu. Að sögn Pálma Aðalbergssonar varðstjóra í lögreglunni í Keflavík er þetta ótrúlegt framferði og í raun sóðaskapur sem á ekki að líðast.