Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 4. ágúst 2003 kl. 13:09

Bifreið valt á Reykjanesbraut

Bílvelta varð á Reykjanesbraut um sexleytið í morgun. Tvennt var í bílnum, en fólkið var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Það fékk að fara heim að skoðun lokinni. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur.Þá ók ökumaður á ljósastaur við Fitjar í Reykjanesbæ um níuleytið. Talið er að hann hafi sofnað undir stýri. Hann slapp ómeiddur, að sögn Morgunblaðsins á Netinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024