Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bifreið lögð í rúst
Mánudagur 7. maí 2007 kl. 14:16

Bifreið lögð í rúst

Einhverjir fengu útrás fyrir annarlegar hvatir sínar á þessari bifreið um helgina.  Bifreiðin stendur á bílaplani á milli Hafnargötu og Suðurgötu en þangað var bifreiðinni ýtt eftir að sjálfskipting fór í henni.  Eigendur bílsins hugðust koma í dag og draga bílinn á verkstæði en við blasti þessi hryggilega sjón.

 

Búið er brjóta allt sem hægt er að mölva í bílnum fyrir utan eina hliðarrúðu og liggja glerbrotin á víð og dreif á planinu allt í kring. Er greinilegt að þarna hefur mikið gengið á, en hvers vegna þessi eina hliðarrúða var skilin eftir er erfitt að átta sig á.
Flakið þarf að sjálfsögðu að fjarlæga og hreinsa planið.

VF-myndir: elg










Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024