Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bifreið fór þrjár veltur
Föstudagur 18. janúar 2019 kl. 11:21

Bifreið fór þrjár veltur

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Bílvelta varð á Grindavíkurvegi og fór bifreiðin þrjár veltur áður en hún staðnæmdist. Annar ökumaður missti bifreið sína út af sama vegi. Í báðum tilvikum voru hálka og krapi á akbrautinni.
 
Í Njarðvík varð umferðaróhapp þar sem þrjár bifreiðir komu við sögu og svo útafakstur í Keflavík.
 
Ekki urðu alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum en eignatjón talsvert.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024