Bifreið brann í Garðinum

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út nú undir kvöld vegna bruna í Garði. Eldur kom upp í bifreið við Iðngarða í Garði. Bíllinn stóð nokkra metra frá húsvegg en ekki var talin hætta á að eldur bærist í húsið.
 
Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins. Viðbúnaður var þó nokkur því tvö misvísandi útköll bárust og ekki strax ljóst að um sama brunann var að ræða.