Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bifhjóli stolið
Mánudagur 4. september 2006 kl. 09:37

Bifhjóli stolið

Í gærkvöld var lögreglu tilkynnt um innbrot í húsnæði við Bolafót í Njarðvík. Þar hafði hurð verið spennt upp og stolið Yamaha bifhjóli með skráningarnúmerinu TY-070. Einnig einhverju af bifhjólafatnaði.
Um helgina var einnig brotist var inn í Áhaldahús Reykjanesbæjar á Fitjum.  Þjófurinn eða þjófarnir höfðu farið var inn um glugga.  Ekki var að sjá að neinu hafi verið stolið og skemmdir urðu minniháttar.  Ekki vitað hver eða hverjir voru þarna að verki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024