Bifhjólaslys á Sandgerðisvegi
Aðfararnótt sunnudags var tilkynnt um bifhjólaslys á Sandgerðisvegi rétt við Sandgerði. Þar hafði ökumaður bifhjóls misst stjórn á hjólinu með þeim afleiðinum að hann féll í götuna. Hann kvartaði undan meiðslum í mjöðm, baki og hendi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Landsspítalann til skoðunar. Hjólið sem hafnaði fyrir utan veg var fjarlægt af vettvangi með kranabifreið.
Undir morgun í gær, sunnudag, var ökukmaður stöðvaður í Reykjanesbæ og er hann grunaður um ölvun við akstur.
Mynd: Frá Sandgerði. Bifhjólaslys varð skammt utan við bæinn í fyrrinótt.
Undir morgun í gær, sunnudag, var ökukmaður stöðvaður í Reykjanesbæ og er hann grunaður um ölvun við akstur.
Mynd: Frá Sandgerði. Bifhjólaslys varð skammt utan við bæinn í fyrrinótt.